Home | Kennsluþróun | Tæki & tól fyrir kennsluþróun

Tæki & tól fyrir kennsluþróun

Dr. Jennifer Stamp – Maximizing the Benefits of Recorded Lectures: A Tale of Tricky Topics

Síðsumars 2021 heimsótti Dr. Jennifer Stamp Menntavísindasvið HÍ og flutti áhugavert erindi. Dr. Stamp kennir við Dalhousie University í Halifax í Kanada. Hún hefur undanfarin ár verið að prófa sig áfram með ýmsar kennsluaðferðir í stórum inngangskúrsum með það í huga að færa sig nær vendinámi. Dr. Stamp sagði frá því hvernig hún hefur nýtt sér upptökur á fyrirlestrum fyrir ... Lesa meira »

#12dagaPadlet Menntavísindasviðs – Deilum reynslu, hugmyndum o.fl.

Undanfarin ár hafa íslenskir kennarar á Twitter búið sig undir jólin með leiknum #12dagaTwitter, sem @SifSindra hefur staðfært og hefur fengið frábærar undirtektir. Nú ætlum við á Menntavísindasviði að fara í okkar eigin #12daga leik en í stað Twitters ætlum við að nota Padlet (#12dagaPadlet), nýtt gagnlegt tól sem allir kennarar sviðsins geta nú fengið aðgang að til að nota ... Lesa meira »

Altæk hönnun náms

Altæk hönnun náms (e. universal design for learning – UDL) hefur verið töluvert til umræðu í tengslum við menntamál undanfarin ár. Um er að ræða ákveðna nálgun í skipulagi náms og þróun námstækja og umhverfis þar sem leitast er við að taka tillit til ólíkra þarfa nemenda. Hér fyrir neðan eru drög að þýðingu á viðmiðum fyrir altæka hönnun náms sem ... Lesa meira »

Reiknivél fyrir ECTS einingar til nota við skipulagningu námskeiða

Bent hefur verið á að Baldur Sigurðsson hafi útbúið ECTS reiknivél sem margir við MVS og víðar í HÍ hafa notað. Sú reiknivél er töluvert ítarlegri en sú sem hér var kynnt. Reiknivélin er hýst á vef Ritvers HÍ og má nálgast hana og tengt fræðslu- og útskýringarefni hér (sjá neðst á viðkomandi síðu undir „Áætlun um vinnu stúdenta“). Einnig ... Lesa meira »

Stuðningur fyrir kennara og deildir vegna kennslu og kennsluþróunar

Innan Háskóli Íslands og á einstökum sviðum hans er stutt við kennslu og kennsluþróun með ýmsum hætti. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá helstu stuðningsaðila og verksvið þeirra. Kennarar menntavísindasviðs hafa verið nokkuð duglegir að nýta sér það sem er í boði og höfum við til dæmis verið dugleg að sækja í Kennsluþróunarsjóð og þó nokkur fjöldi hefur nýtt ... Lesa meira »

Dr. Frank Rennie: Sniðmát fyrir skipulagningu námskeiða

Nýlega heimsótti Dr. Frank Rennie (@frankrennie), prófessor við University of the Highlands and Islands (UHI) – Lews Castle College í Skotlandi, Háskóla Íslands og var m.a. með erindi og óformlega samræðustund um fjarnám á háskólastigi. Í UHI hefur safnast töluverð reynsla og þekking á sviði fjarmenntunar enda þjónar háskólinn svæðinu í norður Skotlandi þar sem byggð dreifist yfir hálendi og eyjar ... Lesa meira »