Home | Kennsluþróun

Kennsluþróun

#12dagaPadlet Menntavísindasviðs – Deilum reynslu, hugmyndum o.fl.

Undanfarin ár hafa íslenskir kennarar á Twitter búið sig undir jólin með leiknum #12dagaTwitter, sem @SifSindra hefur staðfært og hefur fengið frábærar undirtektir. Nú ætlum við á Menntavísindasviði að fara í okkar eigin #12daga leik en í stað Twitters ætlum við að nota Padlet (#12dagaPadlet), nýtt gagnlegt tól sem allir kennarar sviðsins geta nú fengið aðgang að til að nota ... Lesa meira »

Nokkrir punktar varðandi upptökur á kennslu og kennslu í gegnum fjarfundarbúnað

Hér er aðeins fjallað um það með hvaða hætti kennarar geta einfaldað sér lífið og tekið fyrirlestra/umræður upp án þess að nemendur þurfi að veita samþykki sitt. Nánari upplýsingar um hvernig nemendur skulu veita samþykki fyrir upptöku/birtingu eru væntanlegar. Upptaka kennslustunda telst heimil án þess að samþykki nemenda komi til, en mikilvægt er að upplýsa þá nemendur sem viðstaddir eru ... Lesa meira »

Ég er að fara að kenna á netinu! Hvað á ég að gera?!?

Hér er stuttur gátlisti með helstu atriðum sem þarf að hafa í lagi áður en fjarkennslustund yfir netið hefst. Þetta gildir hvort sem verið er að nota Zoom, Teams, Canvas Studio, Skype, eða hvað annað. Nemendur mínir eru með tengil á netfundinn, vita hvaða hugbúnað/kerfi við erum að nota og vita hvenær kennsla hefst. Vissirðu að þú getur sett upp ... Lesa meira »

Altæk hönnun náms

Altæk hönnun náms (e. universal design for learning – UDL) hefur verið töluvert til umræðu í tengslum við menntamál undanfarin ár. Um er að ræða ákveðna nálgun í skipulagi náms og þróun námstækja og umhverfis þar sem leitast er við að taka tillit til ólíkra þarfa nemenda. Hér fyrir neðan eru drög að þýðingu á viðmiðum fyrir altæka hönnun náms sem ... Lesa meira »

Reiknivél fyrir ECTS einingar til nota við skipulagningu námskeiða

Bent hefur verið á að Baldur Sigurðsson hafi útbúið ECTS reiknivél sem margir við MVS og víðar í HÍ hafa notað. Sú reiknivél er töluvert ítarlegri en sú sem hér var kynnt. Reiknivélin er hýst á vef Ritvers HÍ og má nálgast hana og tengt fræðslu- og útskýringarefni hér (sjá neðst á viðkomandi síðu undir „Áætlun um vinnu stúdenta“). Einnig ... Lesa meira »

Stuðningur fyrir kennara og deildir vegna kennslu og kennsluþróunar

Innan Háskóli Íslands og á einstökum sviðum hans er stutt við kennslu og kennsluþróun með ýmsum hætti. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá helstu stuðningsaðila og verksvið þeirra. Kennarar menntavísindasviðs hafa verið nokkuð duglegir að nýta sér það sem er í boði og höfum við til dæmis verið dugleg að sækja í Kennsluþróunarsjóð og þó nokkur fjöldi hefur nýtt ... Lesa meira »

2019 Horizon Report: Framtíðarspá um tækni og háskólakennslu

Educause hefur gefið út 2019 Horizon Report um framtíð tækni og háskólakennslu sem er framhald af ritröð sem New Media Consortium (NMC) gaf út áður. Nýja skýrslan er nokkuð ítarlegri en fyrri skýrslur NMC og inniheldur hún ekki aðeins spár um innleiðingu nýrar tækni, heldur einnig um tengdar sveiflur í starfsumhverfi háskóla, fyrirsjáanlegar áskoranir og baksýnisgreiningar á fyrri spám. Meðal ... Lesa meira »