Home | Kennsluþróun

Kennsluþróun

Dr. Jennifer Stamp – Maximizing the Benefits of Recorded Lectures: A Tale of Tricky Topics

Síðsumars 2021 heimsótti Dr. Jennifer Stamp Menntavísindasvið HÍ og flutti áhugavert erindi. Dr. Stamp kennir við Dalhousie University í Halifax í Kanada. Hún hefur undanfarin ár verið að prófa sig áfram með ýmsar kennsluaðferðir í stórum inngangskúrsum með það í huga að færa sig nær vendinámi. Dr. Stamp sagði frá því hvernig hún hefur nýtt sér upptökur á fyrirlestrum fyrir ... Lesa meira »

Skipulag kennslu á Menntavísindasviði skólaárið 2021-2022

Unnið af kennslunefnd vorið 2021 Leiðbeinandi viðmið sem verða tekin til áframhaldandi umræðu og rýni. Hlutverk deilda og námsbrauta í kennslumálum Hver deild eða námsbraut seti viðmið um fyrirkomulag kennslu, að því marki sem hægt er, þannig að ákveðið samræmi sé innan námsleiða. Á deildarfundum fjalli fulltrúi hverrar deildar í kennslunefnd reglulega um kennslumál og miðli umræðu úr sinni deild ... Lesa meira »

#12dagaPadlet Menntavísindasviðs – Deilum reynslu, hugmyndum o.fl.

Undanfarin ár hafa íslenskir kennarar á Twitter búið sig undir jólin með leiknum #12dagaTwitter, sem @SifSindra hefur staðfært og hefur fengið frábærar undirtektir. Nú ætlum við á Menntavísindasviði að fara í okkar eigin #12daga leik en í stað Twitters ætlum við að nota Padlet (#12dagaPadlet), nýtt gagnlegt tól sem allir kennarar sviðsins geta nú fengið aðgang að til að nota ... Lesa meira »

Nokkrir punktar varðandi upptökur á kennslu og kennslu í gegnum fjarfundarbúnað

Hér er aðeins fjallað um það með hvaða hætti kennarar geta einfaldað sér lífið og tekið fyrirlestra/umræður upp án þess að nemendur þurfi að veita samþykki sitt. Nánari upplýsingar um hvernig nemendur skulu veita samþykki fyrir upptöku/birtingu eru væntanlegar. Upptaka kennslustunda telst heimil án þess að samþykki nemenda komi til, en mikilvægt er að upplýsa þá nemendur sem viðstaddir eru ... Lesa meira »

Ég er að fara að kenna á netinu! Hvað á ég að gera?!?

Hér er stuttur gátlisti með helstu atriðum sem þarf að hafa í lagi áður en fjarkennslustund yfir netið hefst. Þetta gildir hvort sem verið er að nota Zoom, Teams, Canvas Studio, Skype, eða hvað annað. Nemendur mínir eru með tengil á netfundinn, vita hvaða hugbúnað/kerfi við erum að nota og vita hvenær kennsla hefst. Vissirðu að þú getur sett upp ... Lesa meira »

Altæk hönnun náms

Altæk hönnun náms (e. universal design for learning – UDL) hefur verið töluvert til umræðu í tengslum við menntamál undanfarin ár. Um er að ræða ákveðna nálgun í skipulagi náms og þróun námstækja og umhverfis þar sem leitast er við að taka tillit til ólíkra þarfa nemenda. Hér fyrir neðan eru drög að þýðingu á viðmiðum fyrir altæka hönnun náms sem ... Lesa meira »

Reiknivél fyrir ECTS einingar til nota við skipulagningu námskeiða

Bent hefur verið á að Baldur Sigurðsson hafi útbúið ECTS reiknivél sem margir við MVS og víðar í HÍ hafa notað. Sú reiknivél er töluvert ítarlegri en sú sem hér var kynnt. Reiknivélin er hýst á vef Ritvers HÍ og má nálgast hana og tengt fræðslu- og útskýringarefni hér (sjá neðst á viðkomandi síðu undir „Áætlun um vinnu stúdenta“). Einnig ... Lesa meira »