Home | Canvas

Canvas

Leiðbeiningar fyrir nemendur um hvernig þeir gera jafningjamat í Canvas

Jafningjamat - skjámynd hvernig lítur út

Þetta eru leiðbeiningar fyrir nemendur, um hvernig jafningjamatið í Canvas virkar. Hér fer jafningjamatið fram undir nafni (stilling hjá kennara), það er ekki er um nafnleynd að ræða. Ekki er farið í hér hvernig gefin er einkunn en sýnidæmið hér er sett upp sem leiðsagnarmat samnemenda. Hæfniviðmið: Eftir að þú hefur farið í gegnum þetta fræðsluefni getur þú framkvæmt jafningjamat ... Lesa meira »

Setja bakgrunnslit á kaflaheiti á síðum og breyta lit á letri

Skjámynd af útliti kaflaheitis sem er með rauðan bakgrunnslit Menntavísindasviðs og hvítt letur

Hægt er að brjóta kaflaheiti á síðum betur upp með því að nota html kóða. Það getur auðveldað lesendum að skanna síðuna. Það er um að gera að nýta sér rauða lit Menntavísindasviðs sem er bæði mjög fallegur og kemur vel út á vefsíðum. Litur Menntavísindasviðs er númer #ac1a2f.  Einnig er hægt að velja hvaða annan lit sem er. Sjá ... Lesa meira »

Notkun á h1-h4 stílsniðum fyrir kaflaheiti/fyrirsagnir

Skjámynd sem sýnir fyrirsagnir með h1, h2, h3 og h4 stílsnið

Það skiptir mjög miklu máli hvernig þú notar stílsnið fyrir kaflaheiti og fyrirsagnir. Þetta hefur með aðgengismál að gera en til dæmis lesa talgerflar fyrst h1, síðan h2, og svo koll af kolli. Það er því hluti af því að byggja síðuna rétt upp og koma henni rétt á framfæri að nota stílsnið fyrirsagna rétt. Leitarvélar nýta sér einnig stílsniðin ... Lesa meira »

Setja kennsluáætlun upp í Canvas

Mynd af nokkrum þátttakendum á vinnustofu kennara á MVS 24. júní 2021

Kennslusvið Háskóla Íslands mælir með að setja Kennsluáætlunina undir valmyndina Kennsluáætlun (e. Syllabus) í Canvas. Skipta henni upp í nokkra kafla og birta hvern kafla fyrir sig á sér síðu. Hægt er að ná í sniðmát fyrir kennsluáætlun inni í Opið efni í Canvas, flytja inn í námskeiðið sitt og breyta því. Það getur einnig verið gott að setja áætlunina ... Lesa meira »

Fjar- og rafræn próf

Glærur frá kynningu á fundi með deildarstjórum MVS um fjar- og rafræn próf. Ath. frekari upplýsingar á vef Kennslumiðstöðvar: http://kemst.hi.is/fraedsluefni/namsmat/ Lesa meira »

Kynning á Canvas fyrir nemendur HÍ

Kennslusvið HÍ hefur látið útbúa stutt myndskeið með kynningu á Canvas fyrir nemendur HÍ. Ég hef gert myndskeiðið aðgengilegt á YouTube svo auðvelt sé að deila því með nemendum, innfella í Powerpoint glærur og deila á námsvefum. Slóðinn á myndskeiðið (notast til að setja í glærur eða á námsvefi): https://www.youtube.com/watch?v=zmwOFh6Hz60   Lesa meira »

Altæk hönnun náms

Altæk hönnun náms (e. universal design for learning – UDL) hefur verið töluvert til umræðu í tengslum við menntamál undanfarin ár. Um er að ræða ákveðna nálgun í skipulagi náms og þróun námstækja og umhverfis þar sem leitast er við að taka tillit til ólíkra þarfa nemenda. Hér fyrir neðan eru drög að þýðingu á viðmiðum fyrir altæka hönnun náms sem ... Lesa meira »