Home | Fyrir kennara | Canvas fyrir kennara | Vinnustofa um jafningjamat í FeedbackFruits í Canvas

Vinnustofa um jafningjamat í FeedbackFruits í Canvas

Kennurum í Háskóla Íslands (HÍ) bauðst að mæta á kynningu í Teams um nýja viðbót í Canvas sem heitir FeedbackFruits 22. mars 2022. Áhugi kennara á Menntavísindasviði (MVS) virtist mikill þar sem að 80% af þátttakendum voru frá því MVS eða nítján kennarar.

Við á MVS ákváðum því að bjóða upp á vinnustofu í framhaldi af kynningunni, sem að Tryggvi Már Gunnarsson hjá kennslusviði Háskóla Íslands var með 5. apríl 2022 á Teams. Á vinnustofuna mættu átján kennarar frá Menntavísindasviði og tveir starfsmenn kennslusviðs til viðbótar við Tryggva.

Áhugi kennara var bersýnilega mikill á að nota kerfið fyrir jafningjamat. Tryggvi Már notaði dæmi um jafningjamat sem hann fékk frá Eygló Rúnarsdóttur, aðjunkt í Tómstundafræðinni.

Nemendur vinna hópverkefni, verkáætlun í viðburða- og verkefnastjórnun. Tveir hópar eru samstarfshópar og gera jafningjamat á verkáætlunum hvors annars. ,,Tvistið“ er að jafningjamatið er einstaklingsverkefni, s.s. einstaklingar í hópi 2 gera jafningjamat á verkáætlun hóps 2 og öfugt. Þessu hef ég ómögulega getið komið í kring í CANVAS sem býður bara upp á jafningjamat í hópi ef hópar eru að skila verkefni. Fyrir hvort tveggja er einkunn.

Upptaka

Hér er upptaka frá vinnustofunni [57:29 mín]

Nokkrir gagnlegir tenglar

Peer Review – FeedbackFruits Help Center – https://help.feedbackfruits.com/en/collections/2223982-peer-review

Verkfærin í Feedback Fruits – https://haskoliislands.instructure.com/courses/114/pages/verkfaerin-i-feedbackfruits?module_item_id=359689

FeedbackFruits jafnignjamat – https://haskoliislands.instructure.com/courses/114/pages/ff-jafningjamat?module_item_id=359685#:~:text=Framlag%20nemenda,stillingarm%C3%B6guleikar%20vegna%20FF

Hér er síðan gátlisti sem gott er fyrir kennara að skoða áður en þeir byrja á að setja jafningjamat upp í FeedbackFruits – https://forms.office.com/r/2aUqc1j1zK

About Sigurbjörg Jóhannesdóttir