Home | Fyrir kennara | Canvas fyrir kennara | Hvernig kennari getur birt einkunnir og athugasemdir til þeirra nemenda sem hann er búinn að fara yfir verkefni hjá

Hvernig kennari getur birt einkunnir og athugasemdir til þeirra nemenda sem hann er búinn að fara yfir verkefni hjá

Hér er stutt fræðslumyndband [2:32 mín.] fyrir kennara þar sem farið er í hvernig þeir geta birt einkunnir og athugasemdir sem eru komnar í Canvas námsumsjónarkerfinu. Þeir geta þannig opnað fyrir að þeir nemendur sem eru búnir að fá endurgjöf sjái hana. Nóg er að komin sé athugasemd til að það opnist fyrir verkefnið í einkunnabók nemenda.

Þetta er gott að nota ef eru t.d. nokkrir nemendur sem hafa fengið samþykki fyrir seinum skilum. Þá er hægt að ljúka yfirferð verkefna fyrir þau sem skiluðu á réttum tíma og birta þeim einkunnir og endurgjöf. Hinir eru áfram með verkefnið falið í einkunnabókinni.



 

Leiðbeiningar

1.

Byrjaðu á því að fullvissa þig um að þú sért með rétta birtingarstefnu, þe. að Birta einkunnir handvirkt. Til að athuga það smellir þú á stýrihjólið efst í hægra horninu.

 

2.

Þá opnast glugginn Stillingar einkunnarbókar. Þar sem þú velur Einkunnabirtingarstefna. Þar á að vera valið Birta einkunnir handvirkt.

Ef þetta er svona hjá þér, skaltu velja Hætta við sem er takki neðst hægra megin í glugganum, annars velja þetta og Vista.

 

3.

Síðan ferðu í verkefnið í einkunnabókinni. Þar á að vera auga með striki yfir fyrir framan heitið sem þýðir að einkunnirnar eru faldar fyrir nemendum.

Þú smellir á punktana þrjá fyrir aftan nafn verkefnisins. Þá kemur fellivalmynd, þú skrollar niður hana og velur Birta einkunnir.

 

4.

Þá opnast gluggi ofarlega hægra megin. Þar velur þú Metið og smellir svo á takkann Birta.

Þetta þýðir að þeir nemendur sem búið er að setja inn einkunnir hjá og/eða bara athugasemd(ir) við verkefnaskil, geta núna séð einkunnina sína og/eða athugasemd(ir).

 

About Sigurbjörg Jóhannesdóttir