Undir Opið efni í Canvas er hægt að ná í sniðmát fyrir verkefnaskilahólf í Canvas. Það sem einkennir verkefnasniðmátið er rauður litur Menntavísindasviðs.
Lýsingin í sniðmátinu varðandi verkefni byggir á tíu efnisþáttum/köflum, þeir eru:
- Lýsing
- Hæfniviðmið verkefnisins
- Einstaklingsverkefni/Paraverkefni/Hópverkefni (þe. velur það heiti sem lýsir verkefninu best)
- Lengd úrlausnar og snið
- Tími og skiladagar
- Vægi og námsmat
- Gögn og leiðbeiningar
- Reglur
- Ritskimun með Turnitin
- Umsjón verkefnis
Hér er myndband með leiðbeiningum um hvar er hægt að finna þetta sniðmát undir Commons/Opið efni í Canvas og hvernig þú flytur það inn í þitt námskeið þannig að það birtist undir tenglinum Verkefni [6:27 mín.]
Leiðbeiningar
Hér eru leiðbeiningar, í texta og skjámyndum, um hvar þú finnur sniðmát Menntavísindasviðs fyrir verkefni í Canvas, inni í Opið efni (e. Commons) í Canvas.
Þú þarft að vera inni í Canvas, annaðhvort á skjáborðinu þínu eða inni í námskeiði.
Þú byrjar á því að velja annaðhvort í lituðu stikunni þinni til vinstri Opið Efni eða ef þú ert með námskeið opið í Canvas Import from Commons.
Þá opnast Commons gagnabankinn í Canvas en þar geta allir sem eru að nota Canvas í heiminum, deilt efni. Til að finna sniðmát merkt Menntavísindasviði, ferðu inn í leitargluggann efst og stimplar inn Menntavísindasvið.
Þá færðu upp öll sniðmát sem eru merkt Menntavísindasviði. Þú velur Sniðmát fyrir verkefni á MVS HÍ.
Þá færðu aðgang að sniðmátinu í skoðunarham (Preview). Þú getur einnig valið Details til að lesa um sniðmátið og getur séð upplýsingar um útgáfubreytingar í Version notes. Til að ná í sniðmátið velur þú Import/Download (blái takkinn í síðasta dálkinum).
Þá opnast hliðargluggi þar sem þú hakar við það námskeið sem sniðmátið á að fara inn á. Velur síðan Import Into Course.
Þá kemur í grænum glugga í miðju skjásins að vinnan sé hafin við að flytja sniðmátið inn í námskeiðið. Þú velur því næst Námskeið eða Skjáborð, til að finna námskeiðið sem þú ert að flytja sniðmátið inn í.
Veldu Verkefni í valmynd námskeiðsins
Sniðmátið birtist undir Verkefni sem verkefnaskilahólf.
Smelltu á heitið á sniðmátinu Verkefni # | Lýsandi heiti á verkefni
Veldu núna Breyta
Breyttu upplýsingum um verkefnið. Settu nýtt heiti á verkefnið og uppfærðu verkefnalýsingu og upplýsingar um skilin.
Hér fyrir neðan sérðu skjámynd af stillingunum í verkefninu, sem þú getur breytt.
Hér fyrir neðan sérðu skjámynd af stillingunum í verkefninu fyrir Turnitin, sem þú getur breytt. Þú getur ákveðið að nota ekki Turnitin, að verkefnið fari ekki inn í gagnagrunn Turnitin o.s.frv.
Mundu eftir að setja inn dags og tíma þegar skila á verkefninu. Þetta er mjög mikilvægt því nemendur sjá þessa dagsetningu í Yfirliti námskeiðsins neðst á forsíðu Kennsluáætlunar og inni í dagatalinu sínu í Canvas.
Mundu eftir að smella á Vista takkann neðst í forminu.