Home | Fyrir kennara | Canvas fyrir kennara | Sniðmát fyrir kennsluáætlanir námskeiða á Menntavísindasviði
Sniðmát fyrir kennsluáætlanir námskeiða á Menntavísindasviði

Sniðmát fyrir kennsluáætlanir námskeiða á Menntavísindasviði

Undir Opið efni í Canvas er hægt að ná í sniðmát fyrir kennsluáætlanir fyrir námskeið á Menntavísindasviði. Rauði litur sviðsins er allsráðandi. Kennsluætlunin er með valmynd og er kaflaskipt og birtist á nokkrum síðum. Ákvörðunin um innihald hennar var tekin af hópi kennara á sviðinu í júní 2021, á vinnustofu fyrir Canvas.

Kaflarnir í kennsluáætluninni eru:

  • Forsíða/Um þetta námskeið
  • Kennarar
  • Inntak námskeiðs og hæfniviðmið
  • Viðmið um vinnustundir
  • Náms- og kennsluefni
  • Tímaáætlun
  • Námsmat
  • Akademískar kröfur
  • Námsvenjur
  • Samskipti

Hér eru myndband með leiðbeiningum um hvar er hægt að finna þetta sniðmát og hvernig það er flutt inn í Canvas og afritað þar undir valmyndina Kennsluáætlun [3:45 mín.]

Leiðbeiningar 

Hér eru leiðbeiningar um hvar þú finnur sniðmát Menntavísindasviðs fyrir kennsluáætlanir í Canvas, inni í Opið efni/Commons í Canvas.

Þú þarft að vera inni í Canvas, annaðhvort á skjáborðinu þínu eða inni í námskeiði.

Þú byrjar á því að velja annaðhvort í lituðu stikunni þinni til vinstri Opið Efni eða ef þú ert með námskeið opið í Canvas Import from Commons.

Þá opnast Commons gagnabankinn í Canvas en þar geta allir sem eru að nota Canvas í heiminum, deilt efni. Til að finna sniðmát merkt Menntavísindasviði, ferðu inn í leitargluggann efst og stimplar inn Menntavísindasvið.

Þá færðu upp öll sniðmát sem eru merkt Menntavísindasviði. Þú velur Sniðmát fyrir kennsluáætlanir á námskeiðum.

Þá færðu aðgang að sniðmátinu í skoðunarham (Preview). Þú getur smellt á síðurnar og skoða þær. Þú getur einnig valið Details til að lesa um sniðmátið og getur séð upplýsingar um útgáfubreytingar í Version notes. Til að ná í sniðmátið velur þú Import/Download (blái takkinn í síðasta dálkinum).

Þá opnast hliðargluggi þar sem þú hakar við það námskeið sem sniðmátið á að fara inn á. Velur síðan Import Into Course.

Þá kemur í grænum glugga í miðju skjásins að vinnan sé hafin við að flytja sniðmátið inn í námskeiðið. Þú velur því næst Námskeið eða Skjáborð, til að finna námskeiðið sem þú ert að flytja sniðmátið inn í.

Undir Námsefni birtist sniðmátið sem eining, undir flýtistikunni Sniðmát fyrir kennsluáætlanir á námskeiðum Menntavísindasviðs. Þú smellir á fyrstu síðuna undir einingunni sem heitir Kennsluáætlun: Um þetta námskeið (Afrita innihald þessarar síðu inn í Kennsluáætlunarsíðu námkseiðsin og eyða henni svo úr „Síður“).

Þá opnast hún sem síða. Þarna velur þú Breyta ofarlega í hægra horninu.

Þú ferð síðan inn í gluggann þar sem textinn er og afritar allt sem er þar. Auðveldast er að nota flýtiskipanir á lyklaborði, þe. til að velja allt ýtir þú á <ctrl><a> á sama tíma (Windows) eða <cmd><a> (MacOS).

Því næst þarftu að afrita það sem þú varst að velja. Til þess að gera það ýtir þú á <ctrl><c> (Windows) eða <cmd><c> (MacOS).

Að lokum smellir þú á Hætta við sem er neðst á síðunni.

Það er, við urðum að fara inn í síðuna til að afrita það sem er þar inni en af því erum ekki að gera neitt þá veljum við að hætta við

Þá veljum við Kennsluáætlun í valmynd námskeiðsins.

Þegar hún opnast veljum við þar ofarlega hægra megin Breyta.

Smellum inn í gluggann þar sem textinn á að fara.

og límum inn það sem við afrituðum. Fljótlegast og auðveldast er að nota flýtiskipun á lyklaborði, þe. <ctrl><v> (Windows) eða <cmd><v>.

Smellum síðan á Uppfæra kennsluáætlun.

Þá er kennsluáætlunin komin á réttan stað í námskeiðinu.

Núna þurfum við að hreinsa til, þe. losna við eininguna sem við fluttum inn í Námsefni.  Vil veljum því í valmynd námskeiðsins Námsefni.

Þá erum við komin inn í Námsefniseininguna (Modules).

Núna ætlum við að eyða einni síðu (Forsíða/Um þetta námskeið) sem við erum búin að afrita inn í Kennsluáætlun. Við smellum á punktana þrjá sem eru fyrir aftan heitið á síðunni Kennsluáætlun: Um þetta námskeið (Afrita innihald þessarar síðu inn í Kennsluáætlunarsíðu námkseiðsin og eyða henni svo úr „Síður“).

Úr fellivalmyndinni sem birtist veljum við Breyta

Þá opnast pop-up gluggi, við skrifum þar inn í Titill: HENDA – fyrir framan heitið á síðunni Kennsluáætl….. og smellum á Uppfæra.


Þá ætlum við að eyða út flýtistikunni sem við fluttum inn í námskeiðið með sniðmátinu. Það gerum við með því að smella á punktana þrjá sem eru lengst til hægri, fyrir aftan heitið á stikunni Sniðmát fyrir kennsluáætlanir á námskeiðum Menntavísindasviðs.

Í fellivalmyndinni sem birtist veljum við Eyða.

Í pop-up glugganum sem birtist veljum við OK.

Þá er komið að því að eyða síðunni út sem við afrituðum inn í Kennsluáætlunina. Til að finna hana veljum við í valmynd námskeiðsins Síður.

Við smellum þar á punktana þrjá sem eru lengst til hægri, fyrir aftan nafn síðunnar. HENDA – Kennsluáætlun: Um þetta námskeið (Afrita innihald þessarar síðu inn í Kennsluáætlunarsíðu námkseiðsin og eyða henni svo úr „Síður“).

Í fellivalmyndinni sem birtist veljum við Eyða.

Þegar sú síða er farin þá eru eftir sjö síður sem allar byrja á heitinu Kennsluáætlun: … Þetta eru síðurnar sem er tengt í frá Kennsluáætlun í valmynd námskeiðsins.

Ef þú smellir á Kennsluáætlun, þá ferðu á forsíðu kennsluáætlunar: Um þetta námskeið. Þarna getur þú valið Breyta sem er ofarlega hægra megin eða farið á milli síðnanna með því að velja tenglana í rauða kassanum.

About Sigurbjörg Jóhannesdóttir