Home | Fyrir nemendur | Canvas fyrir nemendur | Leiðbeiningar fyrir nemendur um hvernig þeir gera nafnlaust jafningjamat í Canvas

Leiðbeiningar fyrir nemendur um hvernig þeir gera nafnlaust jafningjamat í Canvas

Þetta eru leiðbeiningar fyrir nemendur, um hvernig nafnlaust jafningjamat í Canvas virkar.

Hæfniviðmið: Eftir að þú hefur farið í gegnum þetta fræðsluefni getur þú framkvæmt jafningjamat í Canvas.

Hér hefur kennari stillt jafningjamatið þannig að það er nafnlaust. Ef nemandi sem setur inn verkefni er ekki með nafn sitt á því þá sér sá sem metur ekki hver skrifaði það. Þetta er einnig í hina áttina. Sá sem fær matið sér ekki frá hverjum það er.

Það að jafningjamatið sé nafnlaust þýðir að nemendur sem eru að meta fá takmarkaðri aðgang að verkfærum til að meta. Þeir geta alltaf sett inn heildarumsögn / athugasemd, sem birtist frá ónafngreindum aðila.

Varðandi sjálfa einkunnagjöfina þá ræður stilling kennara. Hér í þessu sýnidæmi hér er notaður matskvarði (e. rubrics) og velja þá nemendur þann reit (einn reit pr. línu) sem er viðeigandi fyrir það sem er verið að fjalla um.

Þegar þú rýnir verkefni samnemenda er mælt með að þú:

  • Veljir viðeigandi reiti í námsmatskvarða sem er lýsandi og skrifir athugasemdir inn í línu ef lýsing er ekki alveg rétt sem er valin, þe. hægt að bæta við svo sé alveg skýrt hvað er hægt að gera betur. (Athugaðu að það er kennari sem tengir matskvarða við verkefnið. Það er því mismunandi hvort þú færð matskvarða til að nota þegar þú metur verkefni).
  • Gefir heildarumsögn í formi skrifaðs texta.

Tutorial

Til að meta verkefni samnemenda þarf kennari að vera búinn að úthluta verkefnum til nemenda í jafningjamati og búið að opna fyrir að jafningjamatið geti hafist.

Þú ferð inn í verkefnaskilahólfið þar sem þú skilaðir verkefninu. Þ.e. velur Verkefni í valmynd og smellir svo á heiti verkefnisins.

Þá kemur verkefnaskilahólfið upp en núna í dálk lengst til hægri á skjánum eru upplýsingar um skilin. Hvenær verkefni var skilað, tengill á Upplýsingar um skil (þe. þín eigin skil) og getur einnig hlaðið verkefninu þínu niður í tölvuna. Athugaðu að ef þú velur að skoða upplýsingar um eigin skil þá getur þú opnað verkefnið þitt í Turnitin til að sjá samsvörun við áður útgefna texta, efni af vefsíðum og nemendaverkefni. Þú getur séð hvar þú kemst í Turnitin skýrsluna á vefslóðinni: http://turnitin.hi.is/fraedsla/canvas/plagiarism-framework/nemendur/setja-verkefni-inn-i-canvas-og-skoda-samsvorunina/ (Tenglar á ytra svæði.)

Varðandi jafningjamatið þá koma upplýsingar um úthlutað jafningjamat fyrir neðan Upplýsingar um skil og Niðurhala verkefni. Þarna áttu að sjá Nafnlaus notandi (eitt fyrir hvert jafningjamat sem þú átt að gera). Ef þú átt að meta þrjú verkefni sérðu þrjá nafnlausa notendur. Þarna getur þú smellt á fyrsta nafnlausa notandann til að geta byrjað!

Neðst eru Athugasemdir, sem eru þær athugasemdir og umsagnir sem þú færð frá öllum sem rýna í / fara yfir verkefnið þitt.

Til að byrja, veita samnemanda jafningjamat, þá velur þú „Nafnlaus notandi“

Þá færðu upp síðu fyrir skil þessa nemanda. Þarna er mælt með að byrja á Skoða endurgjöf.

Þá opnast verkefnið í glugga inni á síðunni. Mælt er með að byrja að lesa yfir það. Athugaðu að þú hefur ekki aðgang að endurgjafatólum sem eru vanalega efst í glugganum þar sem verkefnið er. Þetta er vegna þess að þessi tól eru tengd við notendur og eru birt undir nafni. Í nafnlausu jafningjamati er því ekki hægt að skrifa inn á skjal eða benda á það sem hægt er að gera betur.

Ef er matskvarði sem á að nota skaltu smella á Sýna matskvarði, sem er tengill ofarlega hægra megin á síðunni.

Þú ferð í gegnum matskvarðann og velur reiti í töflunni sem þú telur að lýsi verkefninu sem best. Verður grænt þegar velur og svo kemur lituð lína fyrir neðan þegar þú ert búin(n) að velja reit. Hver lína metur einn þátt í verkefninu og dálkarnir segja til um hversu gott það er. Fyrsti dálkurinn þýðir að það er virkilega gott… á meðan að síðasti dálkurinn þýðir að verkefnaliðinn þarf að bæta verulega.

Athugaðu að þú getur smellt á blöðrutákn fyrir aftan hverja línu og sett inn athugasemd inn í matskvarðatöfluna. Sú athugasemd birtist þá í viðkomandi línu í matstöflunni. Getur verið gott að nota þetta þegar lýsingin í reit sem er valin er ekki alveg nógu góð eða lýsandi. Hér er því hægt að leiðrétta eða bæta við það sem þar stendur.

Áríðandi !!! Þegar þú ert búin(n) að velja reiti og setja inn athugsemdir í línur, verður þú að skrolla alveg niður og smella á Vista athugasemd. Ef þú gerir það ekki þá tapast það sem þú gerðir og þú þarft að byrja upp á nýtt.

Varúð !!! Ekki smella á vista athugasemd fyrr en þú ert búin(n) að velja reit í hverri línu. Eftir að þú hefur vistað getur þú ekki breytt neinu í töflunni, hvorki breytt né klárað (ef þú varst ekki búin(n).

Ef þú gerir mistök, vistar áður en þú ert búin(n) þarftu að tala við kennara sem getur tekið nemandann af þér í jafningjamatinu og sett inn aftur á þig. Allt sem þú varst búin(n) að gera geymist en taflan verður aftur virk, þe. getur breytt hvaða reitir eru valdir og smellt svo á Vista athugasemd.

Til að loka matskvarðanum þá þarftu að skrolla upp og smella á uppi í hægra horni töflunnar. Athugaðu, ekki gleyma fyrst að smella á Vista athugasemdir fyrir neðan matskvarðatöfluna.

Skrifaðu heildarumsögn fyrir verkefnið 

Þú getur líka hengt skrá við .

Mundu eftir að smella á Vista takkann eftir að þú hefur gefið heildarumsögn

Síðan þarftu að smella á X í efra hægra horni skoðunargluggans, til að loka honum.

Ef þú hefur fleiri samnemendur til að rýna verkefni fyrir þá velur þú heiti verkefnisins efst í glugganum.

Sjáðu hvernig einn Nafnlaus notandi (á myndinni hér fyrir neðan) er núna búinn að fá hak fyrir framan nafnið sitt. Það þýðir sem þú ert búin(n) að meta hann. Var upphrópunarmerki áður. Þeir sem eru enn með upphrópunarmerki áttu eftir að meta. Veldu núna næsta Nafnlausa notanda og farðu í gegnum sama ferlið.

AUKA FRÆÐSLUMOLI.

Það eru í raun nokkrar leiðir til að fara til baka, sjá rauð strik undir þremur tenglum sem hægt er að nota til að fara til baka.

  • Ef þú velur númer námskeiðs efst í vinstra horninu, ferðu inn á forsíðu námskeiðsins
  • Ef þú velur heiti verkefnisins ferðu inn í skilaverkefnishólfið og getur annaðhvort skoðað eigið verkefni/endurgjöf eða skoðað verkefni samnemenda sem þú ætlar að rýna og veitt þeim endurgjöf.
  • Ef þú velur Verkefni í valmyndinni ferðu undir verkefnin sem eru á námskeiðinu og getur þá valið aftur heiti verkefnisins til að komast aftur inn í að skoða eigin skil eða veita öðrum endurgjöf

 

About Sigurbjörg Jóhannesdóttir