Síðsumars 2021 heimsótti Dr. Jennifer Stamp Menntavísindasvið HÍ og flutti áhugavert erindi. Dr. Stamp kennir við Dalhousie University í Halifax í Kanada. Hún hefur undanfarin ár verið að prófa sig áfram með ýmsar kennsluaðferðir í stórum inngangskúrsum með það í huga að færa sig nær vendinámi. Dr. Stamp sagði frá því hvernig hún hefur nýtt sér upptökur á fyrirlestrum fyrir stóra nemendahópa (u.þ.b. 500 nemendur í einu) til að skilja betur þarfir nemenda og komast til móts við þá.
Upptaka frá erindi Dr. Jennifer Stamp
Glærur sem fylgja erindinu
Í erindinu segir Dr. Stamp frá rafrænni kennslubók sem hún hefur útbúið með samkennurum. Bók þessi er gefin út með opnu leyfi og er aðgengileg hér:
Einnig fylgir hér skemmtilegt myndskeið með lagi sem Dr. Stamp lét útbúa til að minna nemendur á að kynna sér vel kennsluskrá og leita í henni þegar spurningar vakna:
Check the Syllabus (just for fun)