Home | Canvas | Setja kennsluáætlun upp í Canvas

Setja kennsluáætlun upp í Canvas

Kennslusvið Háskóla Íslands mælir með að setja Kennsluáætlunina undir valmyndina Kennsluáætlun (e. Syllabus) í Canvas. Skipta henni upp í nokkra kafla og birta hvern kafla fyrir sig á sér síðu.

Hægt er að ná í sniðmát fyrir kennsluáætlun inni í Opið efni í Canvas, flytja inn í námskeiðið sitt og breyta því. Það getur einnig verið gott að setja áætlunina upp sjálfur til að hafa hana nákvæmlega eins og maður sjálfur vill.

Hér er smá umræða um hvernig hægt er að vinna áætlunina:

Byrjaðu á að ákveða hvaða kaflar eiga að vera í kennsluáætluninni. Þú getur notað gátlista frá Kennslumiðstöð HÍ til að hjálpa þér við að ákveða innihald áætlunarinnar og þar með kaflanna.

Á vinnustofu kennara á MVS 24. júní 2021 komst hópurinn að sameiginlegri niðurstöðu um að kaflauppsetning í kennsluáætlun gæti verið eftirfarandi:

  • Um þetta námskeið
  • Kennarar
  • Inntak námskeiðs og hæfniviðmið
  • Viðmið um vinnustundir
  • Náms- og kennsluefni
  • Tímaáætlun
  • Námsmat
  • Akademískar kröfur
  • Námsvenjur
  • Samskipti

Setja upp kennsluáætlun með valmynd þar sem hver tengill/kafli í valmyndinni vísar á nýja síðu:

Búa til kassa með bakgrunnslit
Það er gert með því að búa til töflu sem er ein lína og einn dálkur í. Sjá:

// Hér kemur innihaldið

Html skipunin til að gera þetta er:

<table style=“width: 300px; background-color: #ac1a2f; border-color: #ac1a2f;“ border=“1″ cellpadding=“10″>
<tbody>
<tr>
<td>
// Hér kemur innihaldið
</td>
</tr>
</tbody>
</table>

 

 

Skoða hvernig þú setur bakgrunnslit á kaflaheiti á síðum og breytir um lit á texta.

Skoða hvernig þú notar stílsnið fyrir kaflaheiti/fyrirsagnir á síðum (h1-h4)

About Sigurbjörg Jóhannesdóttir