Hægt er að brjóta kaflaheiti á síðum betur upp með því að nota html kóða. Það getur auðveldað lesendum að skanna síðuna.
Það er um að gera að nýta sér rauða lit Menntavísindasviðs sem er bæði mjög fallegur og kemur vel út á vefsíðum. Litur Menntavísindasviðs er númer #ac1a2f. Einnig er hægt að velja hvaða annan lit sem er. Sjá lista yfir liti og númerin á þeim.
Hér eru nokkrar hugmyndir um hvernig er hægt að brjóta upp síður með því að nota bakgrunnslit á fyrirsagnir.
Athugaðu að þetta lítur aðeins öðruvísi út í Canvas vegna þess að leturtegundin er önnur þar.
Kaflaheiti með h2 stílsniði, með rauðum bakgrunnslit Menntavísindasviðs og hvítu letri sem er vinstrijafnað. Athugaðu að það er eitt bil fyrir framan svo að textinn sé ekki klesstur út í vinstri hlið rauða kassans/bakgrunnslitarins.
Kaflaheiti
Kóðinn er:
<h2 style=“background: #ac1a2f; text-align: left; color: white;“>Kaflaheiti</h2>
Kaflaheiti með h2 stílsniði, með rauðum bakgrunnslit Menntavísindasviðs og hvítu letri sem er miðjujafnað.
Kaflaheiti
Kóðinn er:
<h2 style=“background: #ac1a2f; text-align: center; color: white;“>Kaflaheiti</h2>
Ef þú vilt nota nota h3 eða h4, þá einfaldlega breytir þú kóðanum, þe. tekur út h2 og setur h3 eða h4 í staðinn. HTML skipunin er <h2> </h2>. Skipunin er opnuð í hornklofa og lokuð í hornklofa sem er með skástrik fyrir framan skipunina.
Athugaðu vel hvernig nú notar Headers. Nafn síðunnar sem þú ert á er alltaf h1. Canvas stýrir því og þú getur því ekki sjálf(ur) gert h1 skipun.
Aðalkaflaheiti síðunnar eiga að vera h2, undirkafli h3 og undirundirkafli h4.
1.1 Aðalkafli
1.1.2 Undirkafli
1.1.2.1. Undirundirkafli
Ef þú vilt lesa meira um notkun á stílsniðum fyrir fyrirsagnir skaltu skoða pistilinn Notkun á h1-h3 stílsniðum fyrir kaflaheiti/fyrirsagnir.