Home | Canvas | Notkun á h1-h4 stílsniðum fyrir kaflaheiti/fyrirsagnir

Notkun á h1-h4 stílsniðum fyrir kaflaheiti/fyrirsagnir

Það skiptir mjög miklu máli hvernig þú notar stílsnið fyrir kaflaheiti og fyrirsagnir. Þetta hefur með aðgengismál að gera en til dæmis lesa talgerflar fyrst h1, síðan h2, og svo koll af kolli. Það er því hluti af því að byggja síðuna rétt upp og koma henni rétt á framfæri að nota stílsnið fyrirsagna rétt.

Leitarvélar nýta sér einnig stílsniðin þar sem h1 er mikilvægast. Leitarvélar gera einnig ráð fyrir að h1 sé heiti síðunnar og svo komi aðalatriði nr. 1 á síðunni sem er þá með h2 og svo ef kemur þar undir er það h3 o.s.frv.

Athugaðu vel hvernig nú notar Headers. Nafn síðunnar sem þú ert á er alltaf h1. Canvas stýrir því og þú getur því ekki sjálf(ur) gert h1 skipun.

Aðalkaflaheiti síðunnar eiga að vera h2, undirkafli h3 og undirundirkafli h4.

1 Heiti á síðu <h1>

1.1 Aðalkafli <h2>

1.1.2 Undirkafli <h3>

1.1.2.1 Undirundirkafli <h4>

 

HTML skipanirnar eru:
<h1>1 Heiti á síðu </h1>
<h2> 1.1 Aðalkafli </h2>

<h3> 1.1.2 Undirkafli </h3>
<h4> 1.1.2.2 Undirundirkafli </h4>

Til að sýna þetta betur

1 Heiti á síðu <h1>

1.1 Aðalkafli <h2>

1.1.1 Undirkafli <h3>

1.1.1.1 Undirundirkafli <h4>

1.1.2 Undirkafli <h3>

1.1.2.1. Undirundirkafli <h4>

1.1.2.2. Undirundirkafli <h4>

1.2. Aðalkafli <h2>

1.2.1. Undirkafli <h3>

1.2.1.1 Undirundirkafli <h4>

 

HTML skipanirnar eru:

<h1>1 Heiti á síðu</h1> (default í Canvas)
<h2> 1.1 Aðalkafli </h2>
<h3> 1.1.1 Undirkafli </h3>
<h4> 1.1.1.1 Undirundirkafli </h4>
<h3> 1.1.2 Undirkafli </h3>
<h4> 1.1.2.1 Undirundirkafli </h4>
<h4> 1.1.2.2. Undirundirkafli </h4>
<h2> 1.2 Aðalkafli </h2>
<h3> 1.2.1 Undirkafli </h3>
<h4> 1.2.1.1 Undirundirkafli </h4>

Ef þú vilt breyta útlitinu, t.d. setja bakgrunnslit á bakvið fyrirsögnina eða/og breyta litnum á letrinu, skaltu skoða pistilinn Notkun á h1-h3 stílsniðum fyrir kaflaheiti/fyrirsagnir.

About Sigurbjörg Jóhannesdóttir