Home | Kennsluþróun | #12dagaPadlet Menntavísindasviðs – Deilum reynslu, hugmyndum o.fl.
#12dagaPadlet Menntavísindasviðs – Deilum reynslu, hugmyndum o.fl.

#12dagaPadlet Menntavísindasviðs – Deilum reynslu, hugmyndum o.fl.

Undanfarin ár hafa íslenskir kennarar á Twitter búið sig undir jólin með leiknum #12dagaTwitter, sem @SifSindra hefur staðfært og hefur fengið frábærar undirtektir. Nú ætlum við á Menntavísindasviði að fara í okkar eigin #12daga leik en í stað Twitters ætlum við að nota Padlet (#12dagaPadlet), nýtt gagnlegt tól sem allir kennarar sviðsins geta nú fengið aðgang að til að nota við kennslu og fleira.

Leikurinn er einfaldur. Hér fyrir neðan er dagatal þar sem búið er að merkja inn á hvað þátttakendur eiga að pósta á #12dagaPadlet vefinn hverju sinni. Leikurinn hefst mánudag 23. nóv. og stendur yfir í 12 virka daga, þ.e. til 8. des.

Á Padletsíðunni er búið að setja upp dagana tólf í dálka. Til að setja inn færslu þarf einfaldlega að finna viðeigandi dag (gæti þurft að skruna til hliðar þegar líður á) og smella á plússinn sem birtist undir síðustu færslunni við þann dag. Hægt er að setja inn texta en einnig myndir, tengla, teikningar eða nánast hvað sem er.

Góða skemmtun!

 

 

 

#12dagaPadlet Dagatalið
Smelltu á myndina til að sækja dagatalið á PDF formi.

About Tryggvi Thayer