Home | MVS | Hvernig uppfæri ég í nýjustu útgáfu Zoom?
Hvernig uppfæri ég í nýjustu útgáfu Zoom?

Hvernig uppfæri ég í nýjustu útgáfu Zoom?

Til að geta nýtt nýjustu möguleika Zoom forritsins er mikilvægt að tryggja að nýjasta útgáfa forritsins sé uppsett á tölvu eða snjalltæki viðkomandi. Flest snjalltæki uppfæra öpp sjálfvirkt og ætti því ekki að þurfa að uppfæra þau sérstaklega. Á Windows og Apple tölvum gæti reynst nauðsynlegt að setja uppfærslur inn handvirkt. Það er gert þannig:

1. Zoom forritið er ræst á tölvu viðkomandi.

2. Í glugganum sem opnast er notandatákn í horninu efst til hægri (oft mynd af notandanum):


3. Smellt er á myndina.

4. Í fellivalmyndinni sem birtist er smellt á „Check for Updates“.

5. Zoom kannar þá hvort viðkomandi er með nýjustu útgáfu af forritinu.

6. Ef uppfærsla finnst er notanda boðið að setja hana inn:

 

About Tryggvi Thayer