Home | Kennsluþróun | Nokkrir punktar varðandi upptökur á kennslu og kennslu í gegnum fjarfundarbúnað
Nokkrir punktar varðandi upptökur á kennslu og kennslu í gegnum fjarfundarbúnað

Nokkrir punktar varðandi upptökur á kennslu og kennslu í gegnum fjarfundarbúnað

Hér er aðeins fjallað um það með hvaða hætti kennarar geta einfaldað sér lífið og tekið fyrirlestra/umræður upp án þess að nemendur þurfi að veita samþykki sitt. Nánari upplýsingar um hvernig nemendur skulu veita samþykki fyrir upptöku/birtingu eru væntanlegar.

  • Upptaka kennslustunda telst heimil án þess að samþykki nemenda komi til, en mikilvægt er að upplýsa þá nemendur sem viðstaddir eru kennsluna um að hún sé tekin upp.

  • Einungis kennarinn skal vera í mynd.

  • Nemendur ráða því sjálfir hvort þeir taki virkan þátt í kennslustundum sem teknar eru upp og ber að upplýsa þá um að þeir þurfi þess ekki frekar en þeir vilji.

  • Heimilt er að nota Zoom og Microsoft Teams fjarfundarbúnað í tímum þar sem fram fara umræður. Hins vegar er óheimilt að vista upptökur á slíkum tímum án samþykkis allra nemenda.

  • Ekki er þörf á að fá samþykki allra skráðra nemenda í námskeiðinu. Nóg er að fá samþykki þeirra sem viðstaddir eru hvern tíma.

  • Einfaldasta leiðin til að afla samþykkis nemenda er að tilkynna þeim að þátttaka í kennslu sem fer fram í gegnum fjarfundarbúnað, og er vistuð, jafngildi samþykki. Mikilvægt er þó að þetta komi skýrt fram.

(rauður texti = bættist við til frekari skýringar 27.08)

Magnús Jökull Sigurjónsson
Persónuverndarfulltrúi Háskóla Íslands

About Tryggvi Thayer