Home | Kennsluþróun | Stuðningur fyrir kennara og deildir vegna kennslu og kennsluþróunar

Stuðningur fyrir kennara og deildir vegna kennslu og kennsluþróunar

Innan Háskóli Íslands og á einstökum sviðum hans er stutt við kennslu og kennsluþróun með ýmsum hætti. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá helstu stuðningsaðila og verksvið þeirra. Kennarar menntavísindasviðs hafa verið nokkuð duglegir að nýta sér það sem er í boði og höfum við til dæmis verið dugleg að sækja í Kennsluþróunarsjóð og þó nokkur fjöldi hefur nýtt sér námstækifæri á vegum Kennslumiðstöðvar.

Stuðningur við kennsluþróun innan HÍ (smellið á myndina til að fá stærri útgáfu).

Auk þessara upplýsinga er vert að minna á þjónustusíma Upplýsingatæknisviðs 525 5550 (líka í tölvupósti 5550@hi.is) sem er auglýstur í öllum kennslustofum. Einnig að ef kennarar eru í nokkrum vafa varðandi hvert eigi að leita fyrir tækniþjónustu skal fyrst hafa samband við Áslaugu Björk Eggertsdóttur (aslaugbj@hi.is/sími: 5941), í Menntasmiðjunni, sem aðstoðar þá viðkomandi eða beinir beiðninni til viðeigandi aðila.

Nú er verið að gera töluverðar breytingar innan HÍ sem eru að hafa, eða koma til með að hafa, áhrif á allt námsumhverfið og því sumt sem er ekki inn á þessari mynd. Til dæmis er áætlað að innleiðing nýs námsumsjónarkerfis, sem kemur í stað Moodle, hefjist á næsta ári með kynningarfundum og námskeiðahaldi. Það er því ástæða til að fylgjast vel með þróuninni og nýta þau tækifæri sem bjóðast.