Home | Kennsluþróun | 2019 Horizon Report: Framtíðarspá um tækni og háskólakennslu
2019 Horizon Report: Framtíðarspá um tækni og háskólakennslu

2019 Horizon Report: Framtíðarspá um tækni og háskólakennslu

Educause hefur gefið út 2019 Horizon Report um framtíð tækni og háskólakennslu sem er framhald af ritröð sem New Media Consortium (NMC) gaf út áður. Nýja skýrslan er nokkuð ítarlegri en fyrri skýrslur NMC og inniheldur hún ekki aðeins spár um innleiðingu nýrar tækni, heldur einnig um tengdar sveiflur í starfsumhverfi háskóla, fyrirsjáanlegar áskoranir og baksýnisgreiningar á fyrri spám.

Meðal þess helsta sem fjallað er um í 2019 Horizon Report eru:

  • Áhrif tækniþróunar á námsumhverfi
  • Nýsköpun í námi og kennslu
  • Blandað nám (fjar- og staðbundið nám)
  • Áhrif tækniþróunar á starfsumhverfi háskólakennara
  • Gervigreind í kennslu
  • og margt fleira.

Skýrslan er ókeypis og má sækja hana hér (sjá tengla neðarlega á síðunni): https://library.educause.edu/resources/2019/4/2019-horizon-report

About Tryggvi Thayer