Home | Kennsluþróun | Inspera: Nýtt rafrænt prófakerfi HÍ
Inspera: Nýtt rafrænt prófakerfi HÍ

Inspera: Nýtt rafrænt prófakerfi HÍ

Háskóli Íslands hefur tekið í notkun nýtt rafrænt prófakerfi. Kerfið er norskt að uppruna og heitir Inspera. Allir kennarar HÍ hafa nú þegar fengið aðgang að kerfinu og geta skráð sig inn með Uglu-innskráningu. Farið er á vef Inspera fyrir HÍ (https://hi.inspera.com). Kennarar velja þar að fara inn sem „Admin“ eins og sést á myndinni hér fyrir neðan áður en þeir skrá sig inn með Uglu-innskráningu:

Sumar tegundir spurninga sem úr er að velja (smellið til að sjá stærri mynd).

Inspera prófakerfið er þannig uppsett að kennarar búa til spurningasöfn og hafa úr að velja mismunandi tegundir spurninga. Til að búa til próf eru spurningar valdar úr spurningabanka og sett í spurningaflokka sem verður hið eiginlega próf. Kennarar geta auðveldlega unnið saman að gerð spurninga og prófa og geta deilt spurningum sín á milli. Nemendur taka próf á tölvum og geta nýtt til þess tölvur HÍ eða sínar eigin tölvur.

Inspera kerfið er tilbúið til notkunar en innleiðing stendur ennþá formlega yfir. Kennslusvið HÍ hefur boðið upp á námskeið fyrir kennara. Nú er verið að kanna möguleika á að fá sér námskeið í Stakkahlíð fyrir kennara á Menntavísindasviði.

Umsjón með innleiðingu Inspera er í höndum Hreins Pálssonar, prófstjóra HÍ, og Guðmundar Hafsteins Viðarssonar, verkefnisstjóra rafræns prófahalds. Frekari upplýsingar eru að fá hjá þeim. Einnig má benda á upplýsingar frá Kennslumiðstöð HÍ og viðtal við Hrein Pálsson á vef HÍ.

About Tryggvi Thayer