Home | Kennsluþróun | Tæki & tól fyrir kennsluþróun | Dr. Frank Rennie: Sniðmát fyrir skipulagningu námskeiða
Dr. Frank Rennie: Sniðmát fyrir skipulagningu námskeiða

Dr. Frank Rennie: Sniðmát fyrir skipulagningu námskeiða

Dr. Frank Rennie

Nýlega heimsótti Dr. Frank Rennie (@frankrennie), prófessor við University of the Highlands and Islands (UHI) – Lews Castle College í Skotlandi, Háskóla Íslands og var m.a. með erindi og óformlega samræðustund um fjarnám á háskólastigi. Í UHI hefur safnast töluverð reynsla og þekking á sviði fjarmenntunar enda þjónar háskólinn svæðinu í norður Skotlandi þar sem byggð dreifist yfir hálendi og eyjar (eins og nafn skólans gefur til kynna) þar sem oft er illfært.

Meðal þess sem Dr. Rennie deildi með fundargestum var tiltölulega einfalt sniðmát sem hann notar til að skipuleggja námskeið sem hann kennir í fjarnámi (má sjá í þessum glærum Rennies, sjá #3). Sniðmátið kemur ekki síður að gagni fyrir skipulagningu staðbundinna námskeiða, enda fer munurinn á því tvennu sífellt minnkandi.

Ég hef byrjað að íslenska sniðmát Rennies og laga að aðstæðum á MVS við HÍ. Hér fyrir neðan er tengill á sniðmátið á PDF formi (aðeins til yfirlesturs, ekki hægt að breyta). Einnig er tengill á sniðmátið í Excel á Microsoft 360.

Í Microsoft 360 skal velja „Download“ til að vista afrit af skjalinu á tölvu viðkomandi til að geta sett inn upplýsingar og breytt skjalinu eftir þörfum hvers og eins.

PDF útgafa af sniðmáti til að skipuleggja námskeið (aðeins til yfirlestrar)

 

Sniðmát til að skipuleggja námskeið á Microsoft 360

 

 

Vinnuskjalið er í þróun og eru ábendingar og breytingar og lagfæringar vel þegnar. Hafið samband við Tryggva Thayer (tbt@hi.is) ef einhverjar eru.

About TryggviT