Sniðmát fyrir verkefnaskilahólf í Canvas

Undir Opið efni í Canvas er hægt að ná í sniðmát fyrir verkefnaskilahólf í Canvas. Það sem einkennir verkefnasniðmátið er rauður litur Menntavísindasviðs. Lýsingin í sniðmátinu varðandi verkefni byggir á tíu efnisþáttum/köflum, þeir eru: Lýsing Hæfniviðmið verkefnisins Einstaklingsverkefni/Paraverkefni/Hópverkefni (þe. velur það heiti sem lýsir verkefninu best) Lengd úrlausnar og snið Tími og skiladagar Vægi og námsmat Gögn og leiðbeiningar Reglur ... Lesa meira »

Sniðmát fyrir kennsluáætlanir námskeiða á Menntavísindasviði

Undir Opið efni í Canvas er hægt að ná í sniðmát fyrir kennsluáætlanir fyrir námskeið á Menntavísindasviði. Rauði litur sviðsins er allsráðandi. Kennsluætlunin er með valmynd og er kaflaskipt og birtist á nokkrum síðum. Ákvörðunin um innihald hennar var tekin af hópi kennara á sviðinu í júní 2021, á vinnustofu fyrir Canvas. Kaflarnir í kennsluáætluninni eru: Forsíða/Um þetta námskeið Kennarar ... Lesa meira »

Leiðbeiningar fyrir nemendur um hvernig þeir gera nafnlaust jafningjamat í Canvas

Þetta eru leiðbeiningar fyrir nemendur, um hvernig nafnlaust jafningjamat í Canvas virkar. Hæfniviðmið: Eftir að þú hefur farið í gegnum þetta fræðsluefni getur þú framkvæmt jafningjamat í Canvas. Hér hefur kennari stillt jafningjamatið þannig að það er nafnlaust. Ef nemandi sem setur inn verkefni er ekki með nafn sitt á því þá sér sá sem metur ekki hver skrifaði það. ... Lesa meira »

Viðburðir fyrir kennara á MVS í desember 2021

Fimmtudagur 9. desember kl. 10-11 í Teams Opin samráðsstund um Canvas Kíktu til okkar í Teams til að skoða uppsetningu námskeiða þinna í Canvas fyrir vorönnina. Tryggvi Thayer kennsluþróunarstjóri og Sigurbjörg Jóhannesdóttir verkefnastjóri. Þriðjudagur 14. desember kl. 11-11:30 í Zoom https://eu01web.zoom.us/my/vinnustofa Meeting ID: Meeting ID: 354 525 4966 Lykilorð: mvs2021 Örnámskeið: Námskeiðshönnun með sniðmátum MVS í Canvas Örnámskeið þar sem ... Lesa meira »

Leiðbeiningar fyrir nemendur um hvernig þeir gera leiðsagnarmat í Canvas fyrir samnemendur

Jafningjamat - skjámynd hvernig lítur út

Þetta eru leiðbeiningar fyrir nemendur, um hvernig jafningjamatið í Canvas virkar. Hægt er að nota það fyrir leiðsagnarmat samnemenda eða jafningjamat. Í þessum leiðbeiningum hér fer jafningjamatið fram undir nafni (stilling hjá kennara), það er ekki er um nafnleynd að ræða. Ekki er farið í hér hvernig gefin er einkunn en sýnidæmið hér er sett upp sem leiðsagnarmat samnemenda. Hæfniviðmið: ... Lesa meira »

Dr. Jennifer Stamp – Maximizing the Benefits of Recorded Lectures: A Tale of Tricky Topics

Síðsumars 2021 heimsótti Dr. Jennifer Stamp Menntavísindasvið HÍ og flutti áhugavert erindi. Dr. Stamp kennir við Dalhousie University í Halifax í Kanada. Hún hefur undanfarin ár verið að prófa sig áfram með ýmsar kennsluaðferðir í stórum inngangskúrsum með það í huga að færa sig nær vendinámi. Dr. Stamp sagði frá því hvernig hún hefur nýtt sér upptökur á fyrirlestrum fyrir ... Lesa meira »

Skipulag kennslu á Menntavísindasviði skólaárið 2021-2022

Unnið af kennslunefnd vorið 2021 Leiðbeinandi viðmið sem verða tekin til áframhaldandi umræðu og rýni. Hlutverk deilda og námsbrauta í kennslumálum Hver deild eða námsbraut seti viðmið um fyrirkomulag kennslu, að því marki sem hægt er, þannig að ákveðið samræmi sé innan námsleiða. Á deildarfundum fjalli fulltrúi hverrar deildar í kennslunefnd reglulega um kennslumál og miðli umræðu úr sinni deild ... Lesa meira »

Setja bakgrunnslit á kaflaheiti á síðum og breyta lit á letri

Skjámynd af útliti kaflaheitis sem er með rauðan bakgrunnslit Menntavísindasviðs og hvítt letur

Hægt er að brjóta kaflaheiti á síðum betur upp með því að nota html kóða. Það getur auðveldað lesendum að skanna síðuna. Það er um að gera að nýta sér rauða lit Menntavísindasviðs sem er bæði mjög fallegur og kemur vel út á vefsíðum. Litur Menntavísindasviðs er númer #ac1a2f.  Einnig er hægt að velja hvaða annan lit sem er. Sjá ... Lesa meira »

Notkun á h1-h4 stílsniðum fyrir kaflaheiti/fyrirsagnir

Skjámynd sem sýnir fyrirsagnir með h1, h2, h3 og h4 stílsnið

Það skiptir mjög miklu máli hvernig þú notar stílsnið fyrir kaflaheiti og fyrirsagnir. Þetta hefur með aðgengismál að gera en til dæmis lesa talgerflar fyrst h1, síðan h2, og svo koll af kolli. Það er því hluti af því að byggja síðuna rétt upp og koma henni rétt á framfæri að nota stílsnið fyrirsagna rétt. Leitarvélar nýta sér einnig stílsniðin ... Lesa meira »

Setja kennsluáætlun upp í Canvas

Mynd af nokkrum þátttakendum á vinnustofu kennara á MVS 24. júní 2021

Kennslusvið Háskóla Íslands mælir með að setja Kennsluáætlunina undir valmyndina Kennsluáætlun (e. Syllabus) í Canvas. Skipta henni upp í nokkra kafla og birta hvern kafla fyrir sig á sér síðu. Hægt er að ná í sniðmát fyrir kennsluáætlun inni í Opið efni í Canvas, flytja inn í námskeiðið sitt og breyta því. Það getur einnig verið gott að setja áætlunina ... Lesa meira »